Hefðu orðið allt að 10.000 manns að bana

00:00
00:00

Menn­irn­ir þrír, sem voru sak­felld­ir í dag fyr­ir að leggja á ráðin um hryðju­verk, hefðu getað orðið allt að 10.000 manns að bana ef þeir hefðu komið áformun­um í fram­kvæmd, að sögn breska dag­blaðsins The Daily Tel­egraph.

Karl­menn­irn­ir þrír voru sak­felld­ir fyr­ir að leggja á ráðin um að sprengja flug­vél­ar í loft upp yfir Atlants­hafi með heima­til­bún­um sprengju­vökva. The Daily Tel­egraph seg­ir að menn­irn­ir hafi ætlað að granda sjö farþegaþotum og áformin hefðu getað orðið þris­var sinn­um mann­skæðari en hryðju­verk­in í Banda­ríkj­un­um 11. sept­em­ber 2001.

Dómn­um í máli mann­anna er því fagnað í Bretlandi sem mikl­um sigri í bar­átt­unni gegn hryðju­verk­a­starf­semi. 

Abdulla Ah­med Ali, 28 ára, er tal­inn hafa verið leiðtogi hóps­ins en auk hans voru Tan­v­ir Hussain, 28 ára, og Assad Sarw­ar, 29 ára, fundn­ir sek­ir um sama glæp. Menn­irn­ir voru hand­tekn­ir árið 2006 og leiddi hand­taka þeirra til þess að regl­ur um vökva í hand­far­angri í milli­landa­flugi voru stór­hert­ar. 

 Menn­irn­ir höfðu all­ir áður verið sak­feld­ir fyr­ir að leggja á ráðin um að drepa fólk en í þeim rétt­ar­höld­um komst kviðdóm­ur ekki að niður­stöðu um það hvort þeir hefðu ætlað að sprengja upp flug­vél­ar.

Sak­fell­ing­in nú gef­ur dóm­ara færi á að dæma þá til þyngri refs­ing­ar en fyrri sak­fell­ing. Menn­irn­ir báru við rétt­ar­höld­in að þeir hefðu verið að und­ir­búa póli­tísk mót­mæli og að þeir hafi ein­ung­is haft í hyggju að sprengja litl­ar spreng­ur til að hræða fólk.

Mennirnir þrír sem sakfelldir voru í Bretlandi fyrir hryðjuverkaáformin.
Menn­irn­ir þrír sem sak­felld­ir voru í Bretlandi fyr­ir hryðju­verka­áformin. Reu­ters
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert