Óvænt brjóstasýning í grænlenska sjónvarpinu

Græn­lenska rík­is­sjón­varpið hef­ur beðist af­sök­un­ar á því, að í stað loka­mín­útna leiks Dan­merk­ur og Portú­gals í riðlakeppni heims­meist­ara­keppn­inn­ar í knatt­spyrnu á laug­ar­dag birt­ust skyndi­lega mynd­ir af ber­um konu­brjóst­um.

Fram kem­ur á vef græn­lenska sjón­varps­ins að raf­magn hafi farið af hluta Nuuk síðdeg­is á laug­ar­dag. Tækni­menn sjón­varps­ins hafi brugðist hratt við og tek­ist að senda fót­bolta­leik­inn út með vara­búnaði. En í hita leiks­ins hafi starfsmaður ýtt á rang­an hnapp með þeim af­leiðing­um, að það sást bein út­send­ing frá danska sjón­varp­inu DR2 þar sem verið var að sýna þátt­inn Nakt­ar játn­ing­ar. Í nokkr­ar sek­únd­ur hafi sést mynd af nak­inni konu í stað knatt­spyrnu­leiks­ins.

„Þetta var slæm tíma­setn­ing en óhappið varð og KNR biðst vel­v­irðing­ar á mis­tök­un­um," seg­ir á vefn­um.

Tækni­mönn­um græn­lenska sjón­varps­ins tókst síðan að sýna græn­lensk­um knatt­spyrnu­áhuga­mönn­um síðustu sek­únd­ur leiks­ins.  

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka