„Palestínumenn missa alla trú"

Saeb Erekat
Saeb Erekat AP

Saeb Erekat, aðal­samn­ingamaður Palestínu­manna, seg­ir þá ákvörðun Ísra­els­stjórn­ar að veita heim­ild til bygg­ing­ar hátt í 500 íbúða í land­nem­a­byggðum gyðinga áður en hún lýs­ir yfir fryst­ingu bygg­inga­fram­kvæmda í byggðum gyðinga á Vest­ur­bakk­an­um, grafa und­an allri trú Palestínu­manna á Ísra­ela sem hugs­an­lega samn­ingsaðila. Þetta kem­ur fram á frétta­vef Ha’a­retz. 

„Sú ákvörðun Ísra­el að heim­ila bygg­ingu rúm­lega 450 nýrra land­nem­a­í­búða ger­ir að engu áhrif hugs­an­legr­ar fryst­ing­ar hvort og hvenær sem af henni verður,” seg­ir hann. 

Um er að ræða bygg­ing­ar í sex byggðum gyðinga á Vest­ur­bakk­an­um sem Ísra­el­ar vilja halda þrátt fyr­ir hugs­an­legt friðarsam­komu­lag við Palestínu­menn.

Ekki hef­ur enn verið greint frá því hvort land­nem­a­byggðirn­ar stækki við bygg­ing­arn­ar en ísra­elsk yf­ir­völd hafa lagt áherslu á að um eðli­lega upp­bygg­ingu eldri byggða sé að ræða. 

Um er að ræða 149 íbúðir í Har Gilo, 12 í Alon Shvut, 84 í Modi­in Ilit, 76 í Pis­gat Zeev, 25 í Ked­ar, 20 í Maskiot og 89 í Ma'a­leh Adumim en all­ar eru byggðirn­ar í ná­grenni Jerúsalem eða í Jórda­nár­daln­um ná­lægt landa­mær­um Vest­ur­bakk­ans og Mið-Ísra­els. 

Heim­ild­ar­menn Haaretz segja að Geor­ge Mitchell, samn­ingamaður Banda­ríkja­stjórn­ar í Miðaust­ur­lönd­um, hafi fallið frá and­stöðu við fram­kvæmd­irn­ar gegn því að fram­kvæmd­ir í öðrum land­nem­a­byggðum verði fryst­ar.

Þó mun gengið út frá því að vinna við 2.500 íbúðir, sem þegar er haf­in, í land­nem­a­byggðum Ísra­ela verði und­an­skil­in fryst­ing­unni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert