Sonur Gaddafi hafnar bótakröfu

Muammar Gaddafi Líbýuleiðtogi hélt nýlega upp á 40 ára valdasetu …
Muammar Gaddafi Líbýuleiðtogi hélt nýlega upp á 40 ára valdasetu sína. Reuters

Saif al-Islam Gaddafi, son­ur Muamm­ars Gaddafi Líb­ý­u­leiðtoga, seg­ir að Líb­ý­u­menn muni ekki verða við beiðni bresku stjórn­ar­inn­ar um að Líb­ý­u­menn greiði aðstand­end­um fórn­ar­lamba hryðju­verka­árása Írska lýðveld­is­hers­ins (IRA) í Bretlandi skaðabæt­ur. Þetta kem­ur fram á frétta­vef BBC.

Seg­ir hann að slík krafa verði að fara dóm­stóla­leiðina en Gor­don Brown, for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, samþykkti í gær til að verða við beiðni um að stjórn hans beitti sér fyr­ir því að Líb­íu­menn greiði fjöl­skyld­um skaðabæt­ur þar sem Líb­ý­u­menn hafi út­veg­ar (IRA) sprengju­efni. 

„Þeir hafa sína lög­menn, við höf­um okk­ar lög­menn," sagði Saif í viðtali við frétta­stofu Sky. „Það get­ur hver sem er bankað upp á hjá okk­ur. Þeir gera það með því að fara dóm­stóla­leiðina."

Þegar hann var spurður að því hvort fyrsta svar Líb­ý­u­manna við skaðabóta­kröf­unni yrði nei, svaraði hann: „Auðvitað." 

Tals­menn fjöl­skyld­anna hafa þó fagnað um­mæl­um hans sem þeir segja viður­kenn­ingu á því að ráðamenn í land­inu láti sig málið varða.   

„Ég er bjart­sýnn," seg­ir lögmaður­inn Ja­son McCue. „Þetta sýn­ir að þeir ætla að virða okk­ur viðlits sem er meira en þeir hafa gert hingað til. Við átt­um alltaf von á því að þetta myndi fara dóm­stóla­leiðina en nú eru vís­bend­ing­ar um að mögu­leiki sé á því að fá skaðabæt­ur.

Saif staðfhæf­ir einnig í viðtal­inu að Gor­don Brown, for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, hafi ekki átt samn­ingaviðræður við yf­ir­völd í Líb­ýu um lausn  Locker­bie fang­ans, Abdel­ba­set Ali al-Megra­hi. Þá sagði hann for­svars­menn bresku stjórn­ar­and­stöðunn­ar viðbjóðslega að reyna að nýta sé mál hans í póli­tísk­um til­gangi. „Þeir eru að reyna að nota þann mann­lega harm­leik sjálf­um sér til fram­drátt­ar," sagði hann. Það er al­ger­lega siðlaust að nota málið í póli­tísk­um til­gangi." 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert