Stærðin sögð skipta máli fyrir Sarkozy

Nicolas Sarkozy með Angelu Merkel, kanslara Þýskalands.
Nicolas Sarkozy með Angelu Merkel, kanslara Þýskalands. Reuters

Stjórn­ar­andstaðan í Frakklandi hædd­ist í dag að Nicolas Sar­kozy, for­seta lands­ins, eft­ir að skýrt var frá því að emb­ætt­is­menn hans hefðu beðið yf­ir­menn verk­smiðju um að láta aðeins smá­vaxna starfs­menn standa á bak við hann þegar hann flutti þar ræðu ný­lega. Fransk­ur verka­lýðsfor­ingi full­yrti þetta en talsmaður Sar­kozy neitaði frétt­inni, sagði hana „fá­rán­lega“.

Sar­kozy er 1,65 metr­ar á hæð og eng­inn starfs­mann­anna, sem stóðu á bak við hann, var áber­andi stærri en hann. Þeirra á meðal var kona sem staðfesti í viðtali við belg­íska sjón­varps­stöð að hún hefði verið val­in vegna þess að hún væri smærri en for­set­inn. Frétt belg­ísku sjón­varps­stöðvar­inn­ar hef­ur verið dreift á net­inu og vakið mikla at­hygli í Frakklandi.

Hermt er að stærðin sé mjög viðkvæmt mál fyr­ir Sar­kozy og hann hafi beitt ýms­um ráðum til að sýn­ast stærri, til að mynda notað skó með þykka sóla.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert