Fangar missa vitið á japönskum dauðadeildum

Margir fangar hafa verið í einangrun á dauðdeild í áratugi. …
Margir fangar hafa verið í einangrun á dauðdeild í áratugi. Mynd úr safni. Reuters

Mannréttindasamtökin Amnesty International segja að slæmar aðstæður á dauðadeildum í japönskum fangelsum hafi skelfileg áhrif á fangana. Þeir missi margir hverjir vitið og fara að glíma við geðræn vandamál.

Samtökin kalla eftir því að allar aftökur verði bannaðar þegar í stað og að lögreglan geri breytingar á yfirheyrsluaðferðum sínum.

Alls sitja 102 fangar á dauðadeildum í Japan. Margir þeirra eru orðnir gamlir og hafa setið inni í nær algjörri einangrun í áratugi. Þetta kemur fram á vef breska ríkisútvarpsins.

Það eru viðurkennd mannréttindi að leyfa ekki aftökur á fólki sem á við geðræn vandamál að stríða.

Stuðningur við dauðarefsingar er mikill í Japan. Þar næst sakfelling í um 99% mála sem eru höfðuð vegna glæpa.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert