Samkomulagið í hættu

Carl Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar.
Carl Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar. Reuters

Veruleg hætta er á að þjóðir heims sameinist ekki um nýtt samkomulag um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda á fundi Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn í desember. Þetta sögðu utanríkisráðherrar fimm ríkja sem hittust í Kaupmannahöfn í morgun.

Það voru utanríkisráðherrar Svíþjóðar, Bretlands, Frakklands, Danmerkur og Finnlands sem funduðu í Kaupmannahöfn í morgun. Þeir vildu ekki kalla fundinn neyðarfund en sögðu hann upphafið að diplómatískri og pólítískri herferð til þess að fá öll ríki heims til þess að samþykkja nýtt samkomulag.

„Við erum hér vegna þess að við erum áhyggjufullir,“ sagði David Miliband, utanríkisráðherra Bretlands, meðal annars á fundi með blaðamönnum að loknum fundi ráðherranna í morgun.

Carl Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar, benti á að þótt samkomulag næðist á fundinum í desember hefði það ekki áhrif næstu 10 árin. Ástandið nú væri vegna ákvarðana sem teknar voru fyrir 10 til 15 árum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka