Sarkozy boðar kolefnisskatt

Nicolas Sarkozy.
Nicolas Sarkozy. Reuters

Nicolas Sar­kozy, for­seti Frakk­lands, boðaði í dag að lagður yrði á nýr kol­efn­is­skatt­ur á næsta ári. „Það er tíma­bært að taka upp græna skatta," sagði Sar­kosy í ræðu, sem hann flutti í Cu­loz í Frakklandi í dag.

For­set­inn sagði, að skatt­ur­inn verði lagður á olíu, gas og kol og hefði það að mark­miði að draga úr notk­un kol­efniseldsneyt­is. Gert sé ráð fyr­ir að skatt­ur­inn verði 17 evr­ur á hvert tonn kol­díoxíðs. Er þetta hærri fjár­hæð, en Franco­is Fillon, for­sæt­is­ráðherra, nefndi í síðustu viku.

Sar­kozy sagði, að tekj­um af skatt­in­um verði veitt aft­ur til skatt­greiðenda með því að lækka aðra skatta og gefa út svo­nefnda græna tékka.    

Harðar deil­ur hafa verið í Frakklandi um áform stjórn­valda um að leggja á kol­efn­is­skatt. Hafa gagn­rýn­isradd­ir komið bæði frá hægri og vinstri væng franskra stjórn­valda. Skoðanakann­an­ir sýna, að 2/​3 franskra kjós­enda eru and­víg­ir þess­um áform­um. 

Skatt­ur­inn kem­ur ekki til með að hafa áhrif á raf­magnsverð en mest­allt raf­magn í Frakklandi er fram­leitt í kjarn­orku­ver­um.  

Finn­land var fyrsta Evr­ópu­landið til að leggja á kol­efn­is­skatt árið 1990. Sví­ar og  Dan­ir fylgdu í kjöl­farið.  

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert