Fram kemur í skjölum, sem hafa verið gerð opinber, að þau Margaret Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, og Francois Mitterrand, forseti Frakklands, reyndu að koma í veg fyrir sameiningu þýsku ríkjanna.
Vitað var, að þau óttuðust bæði sameinað og sterkt Þýskaland en skjölin sýna, að þau ræddu um það á leynilegum fundum hvernig unnt væri að koma í veg fyrir sameininguna. Sagt er að Thatcher hafi runnið kalt vatn milli skinns og hörunds er hún frétti, að vestur-þýskir þingmenn hefðu fagnað falli múrsins með því að syngja „Deutschland über alles“ og Mitterrand sagði við Thatcher, að hann óttaðist, að nú myndi Helmut Kohl, kanslara Vestur-Þýskalands, takast það, sem Hitler hefði mistekist.