„Skotárás" var æfing

Pentagon, bygging bandaríska varnarmálaráðuneytisins.
Pentagon, bygging bandaríska varnarmálaráðuneytisins. Reuters

Í ljós hefur komið, að bandaríska strandgæslan var á æfingu á Potomacá í Washingtonborg í þann mund sem Barack Obama var á leið til Pentagon byggingarinnar vegna minningarathafnar um hryðjuverkaárásirnar 2001. Bandarískar sjónvarpsstöðvar sögðu að skotið hefði verið á grunsamlegan bát.

Fréttastofur í Bandaríkjunum sögðu frá því nú á þriðja tímanum, að varðbátur frá bandarísku strandgæslunni hefði skotið á grunsamlegan bát á öryggissvæði á ánni skammt frá Pentagon.

Strandgæslan upplýsti síðar að um hefði verið að ræða æfingu og engum skotum hefði verið hleypt af.

Sjónvarpsstöðin CNN sagði upphaflega að svo virtist sem 10 skotum hefði verið skotið á bátinn til að hindra að hann færi inn á öryggissvæði á ánni í nágrenni Pentagon. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert