,,Af hverju ekki skriðdreka?

Hugo Chavez, forseti Venesúela, á hersýningu í höfuðborginni Caracas.
Hugo Chavez, forseti Venesúela, á hersýningu í höfuðborginni Caracas. Reuters

Hugo Chavez, forseti Venesúela, segist innan skamms munu fá rússnesk flugskeyti sem dragi allt að 300 km. Hann tók þó skýrt fram að ekki væri ætlunin að ráðast á nokkurt ríki. Samskiptin við grannríkið Kólumbíu hafa versnað mjög að undanförnu en þar munu Bandaríkin senn fá afnot af herbækistöðvum.

 Chavez er harður andstæðingur Bandaríkjamanna og óttast, eins og reyndar fleiri leiðtogar í Rómönsku Ameríku, aukin umsvif Bandaríkjahers í Kólumbíu.  Hann tilgreindi ekki í gær hve mörg flugskeyti hann myndi kaupa af Rússum. Bandaríkjamenn og Kolumbíumenn segja afnotin af herbækistöðvunum eingöngu miða að því að veita aðstoð í baráttunni gegn fíkniefnabarónum.

Dímítrí Medvedev Rússlandsforseti sagði á fimmtudag að Rússar myndu selja ,,vinum sínum" í Venesúela þau vopn sem þeir vildu fá en farið yrði eftir alþjóðalögum um slík viðskipti. Hann var spurður hvort til greina kæmi að selja Chavez einnig skriðdreka.

 ,,Af hverju ekki skriðdreka? Við eigum tvímælalaust góða skriðdreka. Ef vinir okkar vilja skriðdreka munum við afhenda þá," sagði forsetinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert