Tveir bandarískir hermenn féllu í sprengjuárás í austurhluta Afganistan í dag. Mennirnir voru um borð í jeppabifreið sem ekið var á vegasprengju. Í þessum mánuði hafa 25 hermenn alþjóðlega heraflans í Afganistan, ISAF, látið lífið og á fjórða hundrað það sem af er ári.
Yfir hundrað þúsund hermenn ISAF eru við störf í Afganistan en mikil spenna hefur verið í landinu að undanförnu, s.s. í tengslum við forsetakosningar þar í landi, og árásir tíðar.