Stjórnvöld í Perú hafa birt myndir af svæði þar sem talið er að indíánaættbálkur, sem aldrei hefur átt samskipti við umheiminn, hafi dvalið. Á svæðinu eru kulnuð eldstæði, spjót og matarleifar.
Talið er að í ættflokknum séu um 150 einstaklingar. Talið er að um 50 slíkir ættbálkar séu í frumskógum á landamærum Perú og Brasilíu.