Tólf ára stúlka í Jemen lést á föstudaginn við fæðingu barns. Samkvæmt upplýsingum frá mannréttindasamtökum í Jemen hafði fæðingin staðið yfir í þrjá daga. Barnið fæddist andvana. Stúlkan hafði neyðst til þess að hætta í skóla og ganga í hjónaband 11 ára gömul.
Foreldrar hennar voru fátækir og var faðir hennar nýrnaveikur.