Fiskar drápust úr kafaraveiki

Gríðarlegt magn af ferskvatni, sem rann úr íslóni við Godthåbsfjörð á Grænlandi, olli því að fiskar í firðinum syntu hratt úr djúpinu upp að yfirborði sjávarins og drápust úr kafaraveiki.

Náttúrufræðistofnun Grænlands segir frá þessu á heimasíðu sinni. Fram kemur að þetta hafi gerst um síðustu helgi. Þá hafi ísstífla við stöðuvatnið Iluliartooq  brostið og þúsund milljarðar lítra af ferskvatni runnið undir jöklinum út í fjörðinn. Við þetta hafi karfi í firðinum fengið osmotískt áfall, farið hratt upp að yfirborðinu og drepist.  

Stofnunin segir, að ljósmyndir sýni að stöðuvatnið, sem er í um 20 km fjarlægð frá firðinum, sé nú tómt. 

Heimasíða grænlensku náttúrufræðistofnunarinnar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert