Földu lík dótturinnar

Frá borginni Le Mans, skammt suðvestan við París.
Frá borginni Le Mans, skammt suðvestan við París.

Lík átta ára gamallar, franskrar stúlku fannst í liðinni viku í steypu í gámi við vinnustað föðurins í Le Mans, suðvestan við París. Foreldrar hennar eru nú í varðhaldi, grunaðir um manndráp. Er talið að foreldrarnir hafi valdið dauða hennar en stúlkan var með væga útgáfu af Downs-heilkenni, að sögn BBC.

 Foreldrarnir sögðu lögreglu á miðvikudag að stúlkunni, sem hét Marina, hefði verið rænt en saksóknari telur að hún hafi verið barin til dauða fyrir mánuði og líkið síðan verið geymt í frysti um hríð en seinna verið fleygt i steypu í gáminum.

 Reynist foreldrarnir sekir gætu þeir hlotið ævilangt fangelsi. Hjónin eiga fjögur önnur börn og hefur þeim verið komið í hendur liðsmanna félagsþjónustu. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert