Gagnrýna lög gegn barnaníðingum

Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, heimsækir skólabörn.
Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, heimsækir skólabörn. Reuters

Í næsta mánuði verða allir í Bretlandi sem starfa með börnum og fötluðum fullorðnum að skrá sig hjá sérstakri stofnun. Það verða líka þeir foreldrar að gera sem aðstoða við íþróttaþjálfun eða þeir sem taka að sér að skutla börnum annarra reglulega í íþróttatíma. Þeir sem ekki skrá sig verða að greiða 5.000 pund í sekt eða sem samsvarar rúmri 1 milljón íslenskra króna.

Áætlað er að skráningin nái til um 11 milljóna fullorðinna eða um fjórðungur þeirra sem eru á vinnufærum aldri. Þar með yrði skráningin umfangsmesta eftirlitskerfi heims.

Tilgangurinn með skráningunni er að koma í veg fyrir að barnaníðingar eða aðrir sem mögulega geta skaðað börn og fatlaða fullorðna starfi innan um möguleg fórnarlömb. Samkeyra á skráningarkerfið við kerfi annarra stofnana, þar á meðal lögregluyfirvalda.

Lögin er sett í kjölfar rannsóknar á morðum á tveimur skólastúlkum árið 2002. Morðinginn, Ian Hamilton, var þekktur af lögreglunni og hafði verið ákærður en aldrei sakfelldur vegna kynferðisglæpa gegn börnum. Hann fékk samt starf sem húsvörður í skóla.

Gagnrýnendur nýju lagananna segja að þau hefðu ekki komið í veg fyrir að Hamilton hefði framið morð. Aðrir segja að lögin komi í veg fyrir hugsjónastarf fullorðinna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka