Tugir féllu í loftárás í Afganistan

Allt að fimmtíu talibanar féllu í loftárás NATO í Farah héraði í gær. Árásin var gerð eftir átök milli uppreisnarmanna og hermanna alþjóðlega heraflans í Afganistan. Í þeim átökum féllu sjö afganskir og tveir bandarískir hermenn. Engar fréttir eru af mannfalli óbreyttra borgara.

Mikil ókyrrð er í landinu um þessar mundir og átök ekki verið meiri undanfarin átta ár.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert