Mjótt á mununum í Noregi

Jens Stoltenberg, forsætisráðherra og leiðtogi Verkamannaflokksins, kemur á kosningavöku flokksins …
Jens Stoltenberg, forsætisráðherra og leiðtogi Verkamannaflokksins, kemur á kosningavöku flokksins í kvöld. Reuters

Mjótt er á mun­un­um í Nor­egi þar sem þing­kosn­ing­ar fóru fram í dag. Þegar búið var að telja helm­ing at­kvæða benti þó allt til þess, að rauðgræna rík­is­stjórn­in svo­nefnda myndi halda velli og fá 85-86 þing­sæti en stjórn­ar­and­stöðuflokk­arn­ir 83-84 þing­sæti.

Þegar helm­ing­ur at­kvæða hafði verið tal­inn hafði Verka­manna­flokk­ur­inn fengið 35,2% at­kvæða,  Sósíal­íski vinstri­flokk­ur­inn 6,1% og Miðflokk­ur­inn 6,4%. Þess­ir þrír flokk­ar hafa myndað meiri­hluta­stjórn í Nor­egi und­an­far­in fjög­ur ár og stefna að áfram­hald­andi sam­starfi.

Fram­fara­flokk­ur­inn hafði fengið 22,9% at­kvæða, Hægri­flokk­ur­inn 17,4%, Kristi­legi  þjóðarflokk­ur­inn 5,4%, Vinstri­flokk­ur­inn  4% og Rauði flokk­ur­inn 1,3%. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert