Mjótt á mununum í Noregi

Jens Stoltenberg, forsætisráðherra og leiðtogi Verkamannaflokksins, kemur á kosningavöku flokksins …
Jens Stoltenberg, forsætisráðherra og leiðtogi Verkamannaflokksins, kemur á kosningavöku flokksins í kvöld. Reuters

Mjótt er á mununum í Noregi þar sem þingkosningar fóru fram í dag. Þegar búið var að telja helming atkvæða benti þó allt til þess, að rauðgræna ríkisstjórnin svonefnda myndi halda velli og fá 85-86 þingsæti en stjórnarandstöðuflokkarnir 83-84 þingsæti.

Þegar helmingur atkvæða hafði verið talinn hafði Verkamannaflokkurinn fengið 35,2% atkvæða,  Sósíalíski vinstriflokkurinn 6,1% og Miðflokkurinn 6,4%. Þessir þrír flokkar hafa myndað meirihlutastjórn í Noregi undanfarin fjögur ár og stefna að áframhaldandi samstarfi.

Framfaraflokkurinn hafði fengið 22,9% atkvæða, Hægriflokkurinn 17,4%, Kristilegi  þjóðarflokkurinn 5,4%, Vinstriflokkurinn  4% og Rauði flokkurinn 1,3%. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert