Stjórnin virðist halda velli

Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, greiddi atkvæði í gær.
Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, greiddi atkvæði í gær. Reuters

Kosn­inga­spá, sem norska rík­is­sjón­varpið birti klukk­an 19 þegar kjör­stöðum var lokað í þing­kosn­ing­um þar í landi bend­ir til þess að stjórn­ar­flokk­arn­ir haldi naum­um meiri­hluta á norska Stórþing­inu. Sam­kvæmt spánni fengu stjórn­ar­flokk­arn­ir 85 þing­sæti og stjórn­ar­andstaðan 83. Rauða flokkn­um, sem er lengst til vinstri, er spáð einu þing­sæti.

Mun­ur­inn er hins veg­ar meiri í spá, sem TV2 birti á átt­unda tím­an­um. Sam­kvæmt henni fá stjórn­ar­flokk­arn­ir 87 þing­sæti en stjórn­ar­andstaðan 82.

Sam­kvæmt spá Ver­d­ens Gang fá báðar fylk­ing­arn­ar 84 þing­sæti og Rauði flokk­ur­inn fær 1 þing­sæti. 

Jon­as Gahr Støre, ut­an­rík­is­ráðherra Nor­egs, sagði við norska rík­is­sjón­varpið að spenn­andi kosn­ing­anótt væri framund­an en hann sagðist vera ánægður með þess­ar töl­ur. Krist­in Hal­vor­sen, leiðtogi Sósí­al­ista vinstri­flokks­ins, sagði ekki enn ljóst hvort stjórn­ar­flokk­arn­ir haldi meiri­hluta en staða flokks­ins væri góð í ljósi þess að hann væri að ljúka fyrsta kjör­tíma­bili sínu í rík­is­stjórn.

Sagði Hal­vor­sen, að ef það yrði niðurstaðan að rauðgræna flokka­banda­lagið haldi velli væri það kosn­inga­bar­áttu Sósí­al­iska vinstri­flokks­ins að þakka, að tek­ist hefði að forða land­inu frá stjórn hægri­flokk­anna. 

Sam­kvæmt spá NRK fær Verka­manna­flokk­ur­inn 31,8% at­kvæða, tæpri pró­sentu minna en í kosn­ing­um fyr­ir fjór­um árum, og 56 þing­menn, tap­ar 5.  Sósíal­íski vinstri­flokk­ur­inn fær 9,8%, bæt­ir við sig pró­sentu og fær 17 þing­menn, bæt­ir við sig tveim­ur. Miðflokk­ur­inn fær 6,8% at­kvæða, bæt­ir við sig 0,3% og ein­um þing­manni, fær 12. Þess­ir þrír flokk­ar hafa myndað meiri­hluta­stjórn í Nor­egi und­an­far­in fjög­ur ár.

Fram­fara­flokk­ur­inn er fær 21,6% sam­kvæmt spánni, tap­ar 0,5%, og fær 39 þing­menn, bæt­ir við sig ein­um. Hægri­flokk­ur­inn fær 15,1%, bæt­ir við sig pró­sentu og fær 26 þing­menn, bæt­ir við sig 3.  Kristi­legi þjóðarflokk­ur­inn fær 6% at­kvæða og 10 þing­menn, tap­ar ein­um. Vinstri­flokk­ur­inn fær 4,5% og 8 þing­menn, tap­ar tveim­ur og Rauði flokk­ur­inn fær 2,4% at­kvæða og 1 þing­menn en hafði eng­an áður.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka