Efnt var til mótmæla fyrir utan kirkju í Germantow í Bandaríkjunum á sunnudag eftir að dæmdur barnaníðingur, Mark Hourigan, hafði verið skipaður þar prestur. Hourigan hefur setið í fangelsi vegna kynferðislegs ofbeldis gegn börnum.
„Guð veitir öllum annað tækifæri og það eigum við einnig að gera,“ sagði presturinn sem skipaði Hourigan í embætti hjá hvítasunnusöfnuðinum The City of Refuge Worship Center.
Hourigan kveðst hafa farið í tvö meðferðarprógrömm og lært að hafa stjórn á hugsunum sínum og tilfinningum. Hann var áður kvæntur og á börn. Eiginkonan skildi við hann þegar hann viðurkenndi ofbeldið.
Hinn nýskipaði prestur var leiðtogi unglingastarfs í kirkju baptista þegar hann var dæmdur 1998. Hann var látinn laus 2006.