Endurtelja á atkvæði frá 10 prósentum kjörstaðanna í Afganistan vegna svindls í forsetakosningunum í ágúst síðastliðnum. Um er að ræða 2.500 kjörstaði, að því er formaður nefndar sem tók við kvörtunum vegna úrslitanna greinir frá.
Formaðurinn, Grant Kippen frá Kanada, segir kosningasvindl hafa átt sér stað í öllum héruðum Afganistans.