Jólaljósin í Köben hanga á bláþræði

mbl.is/Jim Smart

Fyrirtækið sem séð hefur um jólaskreytingar í Kaupmannahöfn frá því 1947 á erfitt með að verða við kröfum borgaryfirvalda um að skipta út öllum ljósaperum í skreytingunum fyrir sparperur áður en alþjóðlega loftslagsráðstefnan hefst í borginni í desember.

„Það kemur til með að kosta mig milli 500.000 og 700.000 danskar krónur að skipta út perunum og þá peninga hef ég ekki,“ segir Ellebo, eigandi fyrirtækisins. Honum hefur enn ekki tekist að fá styrk frá borginni til að kaupa nýjar perur. Verslunareigendum á Strikinu finnst að borgin eigi að veita eigandum styrk.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert