Politiken dreifir bók sem herinn vill banna

Í Afganistan
Í Afganistan Reuters

Danska blaðið Politiken dreifir á morgun bók sem herinn í Danmörku vill banna. Herinn telur að í bókinni sé greint frá of miklu um hernað Dana í Afganistan og geti þar öryggi danskra hermanna verið ógnað komist bókin í rangar hendur.

„Mér finnst það ekki vera hlutverk hersins að ákveða hvaða bækur eigi að gefa út í Danmörku eða hvaða upplýsingar almenningur í Danmörku eigi að fá um stríðið í Afganistan,“ segir Seidenfan, ritstjóri Politiken. Hann segir það sitt mat að dönskum hermönnum sé ekki hætta búin af efni bókarinnar sem er eftir fyrrverandi hermann, Thomas Rathsack.

Í gær skrifuðu talsmenn hersins bréf til yfirmanna danskra fjölmiðla og báðu þá um að birta ekki efni bókarinnar.

Herinn hafði leitað til dómstóla vegna banns á útgáfu bókarinnar og er beiðnin á dagskrá á fimmtudaginn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert