Rússlandsforseti segir spillta embættismenn stjórna

Medvedev Rússlandsforseti.
Medvedev Rússlandsforseti. Reuters

Forseti Rússlands, Dmitrí Medvedev, lýsti því yfir í dag í samræðum við rússneska sérfræðinga að Rússlandi væri stjórnað af spilltum embættismönnum. Sagði forsetinn að margir í viðskiptageiranum gerðu ekkert annað en að lifa af sölunni á náttúruauðlindum.

Medvedev hefur verið gagnrýndur fyrir að tala of mikið um þörf á umbótum og nýjungum án þess að grípa til aðgerða. Margir segja að spillingin hafi aukist í embættistíð hans.

Ummæli Medvedevs hafa vakið athygli þar sem almennt er talið að fyrrverandi forseti landsins, Vladimir Pútín sem nú er forsætisráðherra, sé valdameiri.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert