Íröskum fréttamanni, sem kastaði skóm að George W. Bush, Bandaríkjaforseta, á blaðamannafundi í Bagdad í desember, hefur verið sleppt úr haldi.
Muntadhar al-Zeidi starfaði fyrir litla sjónvarpsstöð í Írak þegar hann mætti á blaðamannafund Bush og kastaði skóm að honum. Al-Zeidi var handtekinn og dæmdur í fangelsi en varð jafnframt hetja í augum margra Araba.