Vilja heimila sölu á munntóbaki

Svíar vilja að banni við sölu á munntóbaki (snus) verði aflétt í Evrópu en efnið er mjög vinsælt í Svíþjóð. Á sama tíma og sala á sígarettum hefur dregist saman um 50% í Svíþjóð á síðustu þrjátíu árum þá hefur sala á snúsi aukist mikið, úr 2.500 tonnum á ári á áttunda áratugnum í 7.500 tonn á síðasta ári

Snús er ekki hættulaust og að minnsta kosti 30 krabbameinsvaldandi efni finnast í því. Árið 2004 staðfesti Evrópudómstóllinn sölubann á snús á þeirri forsendu að neysla þess væri óumdeilanlega skaðleg en sala þess hefur verið.

Í Noregi er talið að um 400 þúsund manns noti efnið reglulega og um 100 þúsund Finnar útvega sér efnið frá Svíþjóð þar sem það er ekki bannað. Svíþjóð er eina landið innan Evrópusambandsins þar sem sala á snús er lögleg.

Swedish Match, stærsti framleiðandi snús á Norðurlöndunum, seldi snús fyrir um 660 milljónir evra á síðasta ári í Svíþjóð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert