Um 500 flutningaskip eru bundin við akkeri fyrir utan Singapore og Malasíu. Á skipunum eru engar áhafnir og í þeim er enginn farmur. Væri efnahagsástandið í raun að batna í heiminum væru þessi skip á siglingu, að því er Daily Mail hefur eftir skipamiðlaranum Tim Huxley.
„Á þessum árstíma er venjan að flytja vörur í tilefni jólanna,“ bendir skipamiðlarinn á. Hann segir að 12 prósent flutningaskipa heims séu án verkefna.