Meirihluti þingmanna á Evrópuþinginu greiddi atkvæði með því að Portúgalinn Jose Manuel Barroso sitji sem forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins annað kjörtímabil.
Barroso fékk 382 atkvæði en 219 greiddu atkvæði gegn því að hann sitji í embætti forseta næstu fimm árin. Alls tóku 718 þátt í atkvæðagreiðslunni en 117 sátu hjá.