Hugo Chávez, forseti Venesúela, hefur undirritað samning við kínversk yfirvöld sem hljóðar upp á 16 milljarða dollara. Markmiðið er að auka olíuframleiðslu í Venesúela um mörg hundruð þúsundir tunna af olíu á dag.
Chávez greindi í dag frá samningnum en þó ekki í smáatriðum.
Í síðustu viku sömdu Rússar við Chávez um 20 milljarða dollara fjárfestingu í Venesúela.