Níu hundruð dauðsföll af völdum svínaflensu í Brasilíu

Um níu hundruð manns hafa látis úr svínaflensu í Brasilíu.
Um níu hundruð manns hafa látis úr svínaflensu í Brasilíu. Reuters

Heilbrigðisyfirvöld í Brasilíu greindu frá því í dag að 899 einstaklingar hafi látist úr A(H1N1), svonefndri svínaflensu. Ekki hafa verið fleiri dauðsföll í einu landi. Í aðildarlöndum ESB og EFTA höfðu í gær verið greind rúmlega fimmtíu þúsund tilfelli inflúensunnar í dag. Langflest í Þýskalandi eða 94.

Dauðsföll í Bandaríkjunum af völdum inflúensunnar eru skráð 593 og í Argentínu 512. Í löndum ESB og EFTA eru skráð 137 dauðsföll, þar af eru 76 í Bretlandi og 25 á Spáni, samkvæmt tölum ECDC.

Samkvæmt upplýsingum frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni hafa í það minnsta 3.200 manns látist af völdum inflúensunnar í heiminum, frá því að faraldur hófst  í Mexíkó í mars sl.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert