Hætt við eldflaugastöðvar

00:00
00:00

Wall Street Journal grein­ir frá því að banda­rísk stjórn­völd hafi ákveðið að hætta við að setja upp varn­ar­eld­flaug­ar í Aust­ur-Evr­ópu. Rúss­ar telja það vera „góðar frétt­ir“, að því er AFP frétta­stof­an hef­ur eft­ir rúss­nesk­um emb­ætt­is­manni.

Wall Street Journal seg­ir að yf­ir­völd í Washingt­on ætli að leggja áform um eld­flauga­stöðvar í Póllandi og Tékklandi á hill­una. Áætlan­ir um eld­flauga­stöðvarn­ar ollu mik­illi spennu milli Rússa og Banda­ríkja­manna. 

„Ef Banda­rík­in ætla raun­veru­lega að hætta við áform sín um að setja upp stöðvar varn­ar­eld­flauga í Póllandi og Tékklandi, þá eru það auðvitað góðar frétt­ir,“ sagði heim­ild­armaður í rúss­neska ut­an­rík­is­ráðuneyt­inu við In­terfax frétta­stof­una.

Wall Street Journal seg­ir að ákvörðunin verði til­kynnt eft­ir að 60 daga end­ur­skoðun sem Barack Obama for­seti fyr­ir­skipaði. Hann snýr því við áætl­un­um for­vera síns Geor­ge W. Bush.

„Við vænt­um þess að  áhyggj­ur okk­ar verði tekn­ar til greina í end­ur­skoðun­inni,“ sagði heim­ild­armaður­inn við In­terfax.

Stjórn­völd í Moskvu lýstu oft óánægju sinni með áformin og sögðu að eld­flauga­stöðvarn­ar ógnuðu þjóðarör­yggi Rússa. Málið setti strik í reikn­ing ann­ars batn­andi sam­skipta þjóðanna.

Banda­ríkja­menn höfðu sagt að áform þeirra um að byggja rat­sjár­stöð í Tékklandi og að setja upp varn­ar­eld­flaug­ar í Póllandi væru til að bregðast við eld­flauga­ógn frá lönd­um á borð við Íran.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert