Barack Obama Bandaríkjaforseti kynnti í dag nýja eldflaugaáætlun sem ætlað er að efla varnir þjóðarinnar. Fallið er frá hugmyndum að svonefndum eldflaugaskildi í Austur-Evrópu, sem Rússar lögðust eindregið gegn. Áherslan er þess í stað á varnir gegn skamm- og langdrægum flaugum Írana.
Sú áhersla vekur athygli en eldflaugaskildinum sem stjórn George W. Bush lagði áherslu á var ætlað að verja gömlu Sovétlýðveldin í Austur-Evrópu gegn eldflaugum Rússa.
Stjörnvöld í Rússlandi hafa fagnað ákvörðuninni en skjöldurinn fyrirhugaði olli togstreitu í samskiptum hennar við Bandaríkjastjórn, meðal annars í málefnum Afganistans, Írans og í afvopnunarmálum.
Talsmenn Hvíta hússins hafa vísað þeirri gagnrýni Repúblikana á bug að Bandaríkjastjórn hafi gefið eftir gagnvart Rússum án þess að fá nokkuð í staðinn.