Gat fjögur börn með dóttur sinni

00:00
00:00

Ástr­alsk­ur karl, sem nú er á sjö­tugs­aldri, nauðgaði dótt­ur sinni nær dag­lega um 30 ára skeið og gat með henni fjög­ur börn. Málið þykir minna mjög á sifja­spell Jos­efs Fritzl í Aust­ur­ríki sem upp­lýst­ist ný­lega.

Dag­blaðið Her­ald Sun í Mel­bour­ne grein­ir frá því í ít­ar­legri um­fjöll­un í dag að maður­inn hafi byrjað að mis­nota dótt­ur sína 1970 þegar hún var aðeins 11 ára göm­ul. Mis­notk­un­in hélt áfram allt til árs­ins 2007.

Lög­regl­an í Victoria­ríki neitaði að staðfesta frá­sögn­ina. Hún kvaðst bund­in af dóms­úrsk­urði sem bannaði að segja frá rann­sókn máls­ins eða að gefa upp nafn hins ákærða.

Her­ald Sun seg­ir að dótt­ir­in hafi raun­veru­lega verið fangi í húsi fjöl­skyld­unn­ar um 100 km aust­ur af Mel­bour­ne.  Eig­in­kona hins ákærða og móðir stúlk­unn­ar neit­ar því að hafa vitað um mis­notk­un­ina. „Við bjugg­um í stóru húsi, svo ég hefði ekk­ert vitað,“ sagði eig­in­kon­an. „Hann var orðljót­ur. Hann var drykkjumaður.“

Her­ald Sun seg­ir einnig að ná­grann­ar og barna­vernd­ar­yf­ir­völd hafi ekki brugðist við grun­semd­um um at­hæfi manns­ins.

John Brum­by, for­sæt­is­ráðherra Victoria­rík­is, sagði að lög­gæsl­an myndi beita sér af full­um þunga í mál­inu. Hann viður­kenndi að leitað yrði svara við því hvers vegna ekki var fyrr brugðist við.

Sagt er að lög­regl­an muni beita DNA rann­sókn til að sanna að hann sé faðir barna dótt­ur sinn­ar þegar málið verður dóm­tekið í nóv­em­ber.

Her­ald Sun seg­ir að börn­in hafi fæðst með fæðing­argalla á stóru sjúkra­húsi í Mel­bour­ne. Eitt þeirra, sem var stúlka, dó vegna heilsu­brests.

Móðir fórn­ar­lambs­ins sagði Her­ald Sun að dótt­ir henn­ar lokaðist al­veg þegar hún væri spurð um hver væri pabbi barn­anna, hún hafi gefið óljós svör um að hafa hitt menn á næt­ur­klúbb­um. Hún lýsti manni sín­um sem skap­mikl­um og of­beld­is­hneigðum en kvaðst aldrei hafa grunað hann um kyn­ferðis­glæpi.

Í frétt­inni seg­ir að fórn­ar­lambið hafi leitað til lög­reglu árið 2005 eft­ir að ná­granni hvatti hana til að grípa til aðgerða. Hún neitaði síðan frek­ari sam­vinnu við lög­regl­una vegna óttta um ör­yggi sitt.  Húm kom síðan aft­ur til lög­regl­unn­ar í júní síðastliðnum og gaf skýrslu.

Lög­regl­an tók DNA sýni af föðurn­um og kærði hann fyr­ir kyn­ferðis­lega mis­notk­un í fe­brú­ar. Ná­granni sagði dag­blaðinu að hann hafi grunað mann­inn í að minnsta kosti fjög­ur ár, en ekki gert neitt því hann vildi ekki vera með af­skipta­semi.

Frá Melbourne.
Frá Mel­bour­ne.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert