Komið er hefur í ljós, að ráðskona Scotland barónessu, ríkissaksóknara Bretlands, er ólöglegur innflytjandi. Um er að ræða 27 ára gamla konu, sem kom til Bretlands frá Tonga sem námsmaður og hefur dvalið áfram í Bretlandi eftir að námsmannavegabréfsáritun hennar rann út fyrir fimm árum.
Breska blaðið Daily Mail segir, að konan, sem heitir Loloahi Tapui, hafi séð um heimili Scotland síðasta hálfa árið.
Í yfirlýsingu, sem skrifstofa Scotland sendi frá sér í dag segir, að konunni hafi verið sagt upp þegar í ljós kom hver innflytjendastaða hennar var. Segir í yfirlýsingunni, að Scotland barónessa hafi ráði Tapui í góðri trú enda hafi hún framvísað skjölum sem bentu til þess, að hún hefði atvinnuleyfi.
Fram kemur að Tapui búi í Bretlandi og sé gift breskum ríkisborgara. Þá hafi hún haft atvinnu í landinu og Scotland hafi greitt skatta og tryggingagjöld af launum hennar.
Chris Grayling, sem fer með innanríkismál í skuggaráðuneyti Íhaldsflokksins, sagði að málið væri hneyksli. Breska ríkisstjórnin láti sækja lítil fyrirtæki til saka ef innflytjendastaða starfsmanna þeirra er ekki ljós og nú komi í ljós, að háttsettir ráðherrar sinni ekki slíkri skyldu.
Patricia Janet Scotland, sem ber titilinn barónessa, situr í lávarðadeild breska þingsins. Hún hefur gegnt ráðherraembættum í bresku ríkisstjórninni og varð árið 2007 fyrsta konan sem skipuð hefur verið í embætti ríkissaksóknara,