Dregur úr bráðnun hafíssins

Meiri hafís er nú á norðurskautssvæðinu en undanfarin tvö haust.
Meiri hafís er nú á norðurskautssvæðinu en undanfarin tvö haust. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Haf­ís­inn á norður­skauts­svæðinu bráðnaði ekki jafn mikið í sum­ar og á und­an­förn­um tveim­ur árum, að sögn vís­inda­manna. Ísþekj­an varð minnst 12. sept­em­ber síðastliðinn og þakti þá 5,10 millj­ón­ir fer­kíló­metra að því sem fram kem­ur á frétta­vef BBC.

Ísþekj­an minnkaði meira sum­ur­in 2008 og 2007 þegar hún varð minnst og þakti þá 4,1 millj­ón fer­kíló­metra. Vís­inda­menn­irn­ir telja að lang­tímaþró­un­in sé enn til minni ísþekju á svæðinu. Þeir benda á að þegar haf­ís­inn varð minnst­ur nú þá þakti hann 24% minna hafsvæði en að meðaltali á ár­un­um 1979-2000.

Grein­ing­in var gerð hjá US Nati­onal Snow and Ice Data Center í Boulder, Col­orado og bygg­ir hún á gervi­hnatta­mynd­um.

Vís­inda­menn­irn­ir segja að lofts­lag hafi verið kald­ara á norður­skauts­svæðinu á þessu ári en í fyrra og þess vegna hafi bráðnun­in verið minni. Einnig hafa ríkj­andi vind­ar  dreift ísn­um um svæðið.

Einn vís­inda­mann­anna, Walt Meier, sagði ástæður kóln­andi lofts­lags ekki ljós­ar. Í sam­tali við BBC sagði hann að skýjaðra hafi verið og meira um lægðir á liðnu sumri sem kunni að hafa lækkað hita­stigið meira en ella. Ljóst sé að ekki hafi verið jafn hlýtt og sum­arið 2007 þegar víða var 2-3°C hlýrra en vana­lega á þess­um slóðum.

Nú er spurn­ing­in hvort árið 2007 reynd­ist vera há­mark bráðnun­ar­inn­ar eða hvort árið 2009 verður frá­viks­ár með lít­illi bráðnun. Það skýrist ekki fyrr en í fyrsta lagi næsta sum­ar.

Vís­inda­menn­irn­ir hafa nokkr­ar áhyggj­ur af því að nú er um­tals­verður hluti haf­íss­ins eins vetr­ar nýís. Hon­um er mun hætt­ara við bráðnun en þykk­ari ís sem var ríkj­andi á svæðinu á árum áður. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert