IMF selur af gullforða sínum

Stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins samþykkti í dag að selja 403,3 tonn af gullforða sjóðsins þannig að hann verði betur í stakk búinn að lána fátækari þjóðum heims fjármuni. Áætlað er að 13 milljarðar dollara fáist fyrir gulltonnin 400.

IMF hyggst lána fátækari ríkjum heims í vanda fjármuni á viðráðanlegum kjörum eins og það er orðað.

IMF áformar að selja 400 tonn af gulli á ári næstu fimm árin eða samtals 2.000 tonn. Fyrsta gullsalan fer fram 27. september nk.

Stjórn IMF hyggst gæta þess að raska ekki jafnvægi á gullmarkaði með sölu sinni og mun tilkynna í tíma áður en salan fer fram. Samþykkt stjórnar IMF á sölu gullforðans er hluti af nýrri tekjuáætlun sjóðsins sem samþykkt var af sjóðsstjórn í apríl í fyrra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert