Vissi að Stoltenberg var í þreifingum

Kristin Halvorsen.
Kristin Halvorsen. Reuters

Krist­in Hal­vor­sen, fjár­málaráðherra Nor­egs og leiðtogi Sósíal­íska vinstri­flokks­ins, seg­ist hafa gert sér fulla grein fyr­ir því, að Jens Stolten­berg, for­sæt­is­ráðherra og leiðtogi Verka­manna­flokks­ins, hafi nefnt það óform­lega við Jens Spon­heim, leiðtoga Ven­stre, í veiðitúr í sum­ar, hvort hann væri reiðubú­inn að ræða um stjórn­ar­sam­starf félli norska rík­is­stjórn­in í kosn­ing­un­um, sem fóru fram á mánu­dag.

„Ég hef gert mér grein fyr­ir þessu all­an tím­ann. Jens veit ekki svo mikið um urriðaveiði, að hann hafi getað talað ein­göngu um veiðiskap helt kvöld," hef­ur frétta­vef­ur Af­ten­posten eft­ir Hal­vor­sen. Tals­verð óánægja mun hins veg­ar vera inn­an Sós­ísalíska vinstri­flokks­ins vegna frétt­anna um sam­töl Stolten­bergs og Spon­heim.

Spon­heim upp­lýsti í blaðinu Ber­gens Tidende í dag, að Stolten­berg hefði um­rætt sum­ar spurt sig að því þar sem þeir voru í veiðitúr hvort hann gæti hugsað sér að koma inn í rík­is­stjórn­ina í stað Sósíal­íska vinstri­flokks­ins.

Stolten­berg staðfesti við Af­ten­posten í morg­un, að þeir Spon­heim hefðu rætt um stöðuna í norsk­um stjórn­mál­um. Hins veg­ar hefðu þetta verið óform­leg sam­tök og hann hafi hann alltaf sagt skýrt, að mark­mið hans væri að halda áfram stjórn­ar­sam­starf­inu við Sósíal­íska vinstri­flokk­inn og Miðflokk­inn.

Hal­vor­sen tek­ur und­ir þetta í viðtali við Af­ten­posten í dag. Hún seg­ir, að stjórn­ar­flokk­arn­ir þrír hafi nú fengið áfram­hald­andi umboð kjós­enda en jafn­framt sé mik­il­vægt að vera í góðu sam­starfi við Ven­stre og Kristi­lega þjóðarflokk­inn í ljósi þess að stóru flokk­arn­ir á hægri væng, Fram­fara­flokk­ur­inn og Hægri­flokk­ur­inn, hafi fengið næstu 40% at­kvæða í kosn­ing­un­um á mánu­dag.

Ven­stre þurrkaðist næst­um út í kosn­ing­un­um á mánu­dag, fékk tvo þing­menn kjörna og tapaði átta.

Jens Stoltenberg.
Jens Stolten­berg.
Lars Sponheim.
Lars Spon­heim.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert