Vissi að Stoltenberg var í þreifingum

Kristin Halvorsen.
Kristin Halvorsen. Reuters

Kristin Halvorsen, fjármálaráðherra Noregs og leiðtogi Sósíalíska vinstriflokksins, segist hafa gert sér fulla grein fyrir því, að Jens Stoltenberg, forsætisráðherra og leiðtogi Verkamannaflokksins, hafi nefnt það óformlega við Jens Sponheim, leiðtoga Venstre, í veiðitúr í sumar, hvort hann væri reiðubúinn að ræða um stjórnarsamstarf félli norska ríkisstjórnin í kosningunum, sem fóru fram á mánudag.

„Ég hef gert mér grein fyrir þessu allan tímann. Jens veit ekki svo mikið um urriðaveiði, að hann hafi getað talað eingöngu um veiðiskap helt kvöld," hefur fréttavefur Aftenposten eftir Halvorsen. Talsverð óánægja mun hins vegar vera innan Sósísalíska vinstriflokksins vegna fréttanna um samtöl Stoltenbergs og Sponheim.

Sponheim upplýsti í blaðinu Bergens Tidende í dag, að Stoltenberg hefði umrætt sumar spurt sig að því þar sem þeir voru í veiðitúr hvort hann gæti hugsað sér að koma inn í ríkisstjórnina í stað Sósíalíska vinstriflokksins.

Stoltenberg staðfesti við Aftenposten í morgun, að þeir Sponheim hefðu rætt um stöðuna í norskum stjórnmálum. Hins vegar hefðu þetta verið óformleg samtök og hann hafi hann alltaf sagt skýrt, að markmið hans væri að halda áfram stjórnarsamstarfinu við Sósíalíska vinstriflokkinn og Miðflokkinn.

Halvorsen tekur undir þetta í viðtali við Aftenposten í dag. Hún segir, að stjórnarflokkarnir þrír hafi nú fengið áframhaldandi umboð kjósenda en jafnframt sé mikilvægt að vera í góðu samstarfi við Venstre og Kristilega þjóðarflokkinn í ljósi þess að stóru flokkarnir á hægri væng, Framfaraflokkurinn og Hægriflokkurinn, hafi fengið næstu 40% atkvæða í kosningunum á mánudag.

Venstre þurrkaðist næstum út í kosningunum á mánudag, fékk tvo þingmenn kjörna og tapaði átta.

Jens Stoltenberg.
Jens Stoltenberg.
Lars Sponheim.
Lars Sponheim.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert