Fordæma Íransforseta

Mahmoud Ahmadinejad er svarinn hatursmaður Ísraelsríkis.
Mahmoud Ahmadinejad er svarinn hatursmaður Ísraelsríkis. Reuters

Stjórnvöld í Bandaríkjunum og nokkrum Evrópuríkjum hafa fordæmt þau ummæli Mahmouds Ahmadinejads Íransforseta að helförin hafi verið byggð á „ósannanlegri og goðsagnakenndri staðhæfingu“. Segja má að með ummælum sínum sé forsetinn umdeildi kominn í kunnuglegar stellingar.

Ahmadinejad lét ummælin falla í ræðu við háskóla í Teheran í gær við góðar undirtektir harðlínumanna og sagði Robert Gibbs, talsmaður Hvíta hússins, að þessar hatursfullu lygar forsetans myndu aðeins einangra Írana frekar á alþjóðavettvangi.

Þýsk, bresk og frönsk stjórnvöld hafa einnig fordæmt ræðuna en á sama tíma varaði Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, stjórnvöld í Teheran við því að þau ættu frekari einangrun og efnahagsþvinganir á hættu ef þau sýndu ekki meiri samstarfsvilja í tengslum við kjarnorkuáætlun sína.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert