Gay Pride blásin af í Serbíu

Þrjár milljónir manna gengu saman á heimsins stærstu Gay Pride …
Þrjár milljónir manna gengu saman á heimsins stærstu Gay Pride í São Paulo. AP

Fyr­ir­huguð Gay Pri­de ganga í Serbíu hef­ur verið blás­in af, þar sem lög­regla seg­ist ekki geta tryggt ör­yggi göngu­manna. Bor­is Tadic, for­seti lands­ins hét því á miðviku­dag að vernda þátt­tak­end­ur göng­unn­ar.

Er á BBC haft eft­ir ein­um skipu­leggj­anda göng­unn­ar, að for­sæt­is­ráðherra Serbíu Mir­ko Cvet­kovic hafi hvatt þau til að beina göng­unni frá miðborg Belgrad á sunnu­dag. Sú til­laga hafi verið óá­sætt­an­leg enda hefð fyr­ir því að gang­an fari fram á aðal­göt­um borga.

Búið er hengja upp vegg­spjöld um alla Belgrad þar sem hóp­ar and-sam­kyn­hneigðra hóta göngu­mönn­um of­beldi verði af göng­unni. 

Hreyf­ing öfga­sinnaðra þjóðern­is­sinna í Serbíu hef­ur fagnað því að ekki verði af göng­unni, “enda sé ekki rúm fyr­ir heiðingja og satan­ista í borg­inni.”

Þá hafa trú­ar­leiðtog­ar og leiðtog­ar þjóðern­is­sinna lagst gegn frum­varpi sem ger­ir það ólög­legt að mis­muna sam­kyn­hneigðum.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert