Gay Pride blásin af í Serbíu

Þrjár milljónir manna gengu saman á heimsins stærstu Gay Pride …
Þrjár milljónir manna gengu saman á heimsins stærstu Gay Pride í São Paulo. AP

Fyrirhuguð Gay Pride ganga í Serbíu hefur verið blásin af, þar sem lögregla segist ekki geta tryggt öryggi göngumanna. Boris Tadic, forseti landsins hét því á miðvikudag að vernda þátttakendur göngunnar.

Er á BBC haft eftir einum skipuleggjanda göngunnar, að forsætisráðherra Serbíu Mirko Cvetkovic hafi hvatt þau til að beina göngunni frá miðborg Belgrad á sunnudag. Sú tillaga hafi verið óásættanleg enda hefð fyrir því að gangan fari fram á aðalgötum borga.

Búið er hengja upp veggspjöld um alla Belgrad þar sem hópar and-samkynhneigðra hóta göngumönnum ofbeldi verði af göngunni. 

Hreyfing öfgasinnaðra þjóðernissinna í Serbíu hefur fagnað því að ekki verði af göngunni, “enda sé ekki rúm fyrir heiðingja og satanista í borginni.”

Þá hafa trúarleiðtogar og leiðtogar þjóðernissinna lagst gegn frumvarpi sem gerir það ólöglegt að mismuna samkynhneigðum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka