Loðinn og í aðgerð

Yu áður en hann fór í aðgerðina.
Yu áður en hann fór í aðgerðina.

Kínverjinn Yu Zhenhuan hefur farið í leysigeislameðferð vegna sjaldgæfs kvilla. Um 96% líkama hans eru þakin hárum og hefur hann öðlast nokkra frægð í heimalandinu fyrir vikið. Hann ætlar að hamra járnið á meðan það er heitt og elur nú með sér draum um að verða rokkstjarna.

Yu fer því nærri mexíkósku bræðrunum Victor og Gabriel Ramos Gomez sem samkvæmt heimsmetabók Guinness voru þaktir hári á 98% líkamans. 

„Fólk hló að mér og kallaði mig hellisbúann. Ég kastaði steinum á það og lét það finna til tevatnsins en nú hef ég þroskast og lært að lifa með þessu,“ segir Yu.

Hann er ekki ókunnur skemmtanaiðnaðinum því sex ára gamall lék hann í kvikmyndinni „Ævintýri háruga drengsins“ en engum sögum fer af viðtökunum.

Yu hefur farið í nokkrar aðgerðir og tók sú síðasta um fjórar klukkustundir. Vegna hárlubbans átti hann orðið erfitt með heyrn en er nú farinn að heyra betur.

Hann hefur lifibrauð af því að syngja á börum og á tónleikum en það var einmitt fyrir töfra tónlistarinnar sem að hann hitti sína heittelskuðu.

Yu horfir til taívönsku poppstjörnunnar Harlem Yu sem fyrirmyndar í listsköpun sinni en hann hugsar stundum um hve gott það hefði verið að vera til fyrr á tímum þegar kafloðinn bringa var tákn um karlmennsku, löngu en áður en kvenlegar fyrirmyndir á borð við David Beckham fóru að koma fram vaxaðir í bak og fyrir.

Taívanska poppstjarnan Harlem Yu er fyrirmynd hans.
Taívanska poppstjarnan Harlem Yu er fyrirmynd hans.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert