Milljón í skuldir á sekúndu

Breska fjármálaráðuneytið.
Breska fjármálaráðuneytið.

Skuld­ir breska þjóðarbús­ins aukast á hverri sek­úndu um rúm 6.000 pund, eða sem svar­ar um 1.200 þúsund krón­um. Skuld­irn­ar hafa rofið 800 millj­arða punda múr­inn en það svar­ar til um 161.000 millj­arða króna. Þær hafa aldrei verið jafn mikl­ar.

Skuld­ir rík­is­ins sem hlut­fall af vergri þjóðarfram­leiðslu eru nú komn­ar í 57,5% og aukast hratt, að því er fram kem­ur á frétta­vef breska dag­blaðsins Times.

Seg­ir þar að vaxta­greiðslur af skulda­bagg­an­um séu um 30 millj­arðar punda á ári sem jafn­gildi um 500 pund­um, rétt rúm­lega 100.000 krón­um, á hvern Breta.

Til að bæta gráu ofan á svart dróg­ust skatt­tekj­ur í síðasta mánuði sam­an um 9% miðað við sama tíma í fyrra, á sama tíma og út­gjöld juk­ust um 3%.

Blaðið hef­ur eft­ir John Hawksworth, hag­fræðingi hjá Pricewater­hou­seCoo­pers, að út­lit sé fyr­ir að halli á breska rík­is­sjóðnum verði meiri en spáð var á næstu árum. Það þýðir að óbreyttu að skulda­hal­inn á eft­ir að lengj­ast enn og nálg­ast 200.000 millj­arða króna.

Vitnað er til þeirr­ar áætl­un­ar grein­ing­ar­deild­ar tíma­rits­ins Econom­ist að ríki heims hafi sam­an­lagt steypt sér í 35 bill­jón punda skuld­ir en það jafn­gild­ir um 7.070 bill­jón­um króna. Hver bill­jón er 1.000 millj­arðar og upp­hæðin því stjarn­fræðileg.

Breska stjórn­in hyggst reyna að stoppa upp í gatið með ýmsu móti, svo sem með því að hækka álög­ur á eldsneyti og sölu­skatt.

Alistair Darling fjármálaráðherra með fjárlögin í töskunni frægu. Breski ríkiskassinn …
Al­ista­ir Darling fjár­málaráðherra með fjár­lög­in í tösk­unni frægu. Breski rík­iskass­inn er gal­tóm­ur.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert