Benedikt XVI. páfi lýsti því yfir í dag að hann hygðist boða til prestastefnu í október á næsta ári til að ræða málefni mið austurlanda.
Í yfirlýsingunni segir páfi að hann hyggist hlýða ákalli um frið og því sé mikilvægt að líta til mið-Austurlanda. Meirihluti íbúa þar eru múslímstrúar og kristnir geta átt erfitt uppdráttar þar.
Erkibiskupinn af Kirkuk í Írak heimsótti páfa í janúar síðastliðnum og bað um fund til að taka fyrir málefni hins kristna minnihluta í meðal annars Írak, Afganistan og Íran.
Páfi heimsótti Ísrael í maí og hvatti kristna þá til að láta ekki hrekja sig af svæðinu um leið og hann óskaði eftir þeir hefðu frelsi til að iðka trú sína.
Fjórir létu lífið og 34 særðust í árásum á kirkjur í Írak í júlí síðastliðnum.