Obama á útopnu

Barack Obama Bandaríkjaforseti kom fram í hvorki fleiri né færri en fimm sjónvarpsviðtölum um helgina til að slá á áhyggjur kjósenda vegna fyrirhugaðra breytinga á heilbrigðiskerfinu. Forsetinn lagði mikla áherslu á viðtölin en hann þarf nú að snúa sér að allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna.

Meðal þess sem borið var undir Obama voru þau ummæli Mitch McConnell, formanns repúblikana í öldungadeildinni, að repúblikanar hefðu haft betur í deilunni um breytingatillögur demókrata í heilbrigðismálum.

Obama vísaði því á bug en viðurkenndi að það hefði reynst erfiðara að fá breytingatillögurnar samþykktar en hann hefði búist við.

Fjárlaganefnd öldungadeildarinnar kemur saman til fundar í vikunni til að ræða tillögurnar og þótti miklu varða fyrir forsetann að ræða við kjósendur um hugmyndirnar áður en hún kemur saman.

Barack Obama Bandaríkjaforseti.
Barack Obama Bandaríkjaforseti. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert