Reiði í Bretlandi vegna aðstoðar við Lýbýu

Reuters

Komið hef­ur í ljós að bresk yf­ir­völd hafa sent lög­reglu­menn til Líb­ýu til þess að þjálfa líb­íska lög­reglu­menn og hef­ur það vakið mikla reiði í Bretlandi. Sér í lagi meðal lög­regl­unn­ar og aðstand­enda og vina breskr­ar lög­reglu­konu sem var skot­in fyr­ir tutt­ugu og fimm árum af starfs­manni líb­íska sendi­ráðsins. Hann fór úr landi ásamt öðrum starfs­mönn­um og hef­ur aldrei verið færður fyr­ir dóm­stól.

Þjálf­un­ar­áætl­un­in er enn eitt dæmið um batn­andi sam­skipti milli land­anna tveggja en hún er af mörg­um sögð barna­leg og ónær­gæt­in.

Yvonne Fletcher var skot­inn í mót­mæl­um fyr­ir utan líb­íska sendi­ráðið í London. Morðing­inn skaut úr rifli frá sendi­ráðinu og or­sakaði drápið 11 daga umsát­ur um sendi­ráðið sem endaði ein­ung­is þegar starfs­fólk sendi­ráðsins, og morðing­inn meðal þeirra, yf­ir­gáfu landið í skjóli friðhelgi diplómata.

Bresk yf­ir­völd hafa síðan fall­ist á að meint­ur morðingi Fletcher verði ekki sótt­ur til saka í Bretlandi. Eng­inn hef­ur þurft að svara fyr­ir glæp­inn.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert