Reiði í Bretlandi vegna aðstoðar við Lýbýu

Reuters

Komið hefur í ljós að bresk yfirvöld hafa sent lögreglumenn til Líbýu til þess að þjálfa líbíska lögreglumenn og hefur það vakið mikla reiði í Bretlandi. Sér í lagi meðal lögreglunnar og aðstandenda og vina breskrar lögreglukonu sem var skotin fyrir tuttugu og fimm árum af starfsmanni líbíska sendiráðsins. Hann fór úr landi ásamt öðrum starfsmönnum og hefur aldrei verið færður fyrir dómstól.

Þjálfunaráætlunin er enn eitt dæmið um batnandi samskipti milli landanna tveggja en hún er af mörgum sögð barnaleg og ónærgætin.

Yvonne Fletcher var skotinn í mótmælum fyrir utan líbíska sendiráðið í London. Morðinginn skaut úr rifli frá sendiráðinu og orsakaði drápið 11 daga umsátur um sendiráðið sem endaði einungis þegar starfsfólk sendiráðsins, og morðinginn meðal þeirra, yfirgáfu landið í skjóli friðhelgi diplómata.

Bresk yfirvöld hafa síðan fallist á að meintur morðingi Fletcher verði ekki sóttur til saka í Bretlandi. Enginn hefur þurft að svara fyrir glæpinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert