Stjórnast ekki af Rússum

Barack Obama, Bandaríkjaforseti.
Barack Obama, Bandaríkjaforseti. Reuters

Barack Obama, Bandaríkjaforseti, segir að ákvörðun sín um að leggja eldflaugavarnarkerfið á hilluna hafi ekki ráðist af andstöðu Rússa.

„Rússar hafa ekki áhrif á það hvernig við stöndum í varnarmálum,“ sagði Obama í viðtali á sjónvarpsstöðinni CBS í morgun.

„Ef aukaafurðin er að Rússar verði örlítið minna vænisjúkir þá er það bónus,“ sagði hann.

Íhaldsmenn í Bandaríkjunum hafa gagnrýnt áætlun Obama um að hætta við áætlun um að setja upp eldflaugavarnir í Póllandi og ratsjárstöð í Tékklandi.

Forveri Obama, George W. Bush, hélt því fram að varnarkerfið væri nauðsynlegur þáttur í vörnum gagnvart Íran.

Moskva sagði að kerfinu væri beint gegn Rússlandi og hefur fagnað þeirri ákvörðun að hætta við það.

Obama áætlar að í stað eldflaugavarnarkerfisins komi annað kerfi sem notast við varnir á landi og sjó.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert