Stjórnast ekki af Rússum

Barack Obama, Bandaríkjaforseti.
Barack Obama, Bandaríkjaforseti. Reuters

Barack Obama, Banda­ríkja­for­seti, seg­ir að ákvörðun sín um að leggja eld­flauga­varn­ar­kerfið á hill­una hafi ekki ráðist af and­stöðu Rússa.

„Rúss­ar hafa ekki áhrif á það hvernig við stönd­um í varn­ar­mál­um,“ sagði Obama í viðtali á sjón­varps­stöðinni CBS í morg­un.

„Ef auka­af­urðin er að Rúss­ar verði ör­lítið minna væni­sjúk­ir þá er það bón­us,“ sagði hann.

Íhalds­menn í Banda­ríkj­un­um hafa gagn­rýnt áætl­un Obama um að hætta við áætl­un um að setja upp eld­flauga­varn­ir í Póllandi og rat­sjár­stöð í Tékklandi.

For­veri Obama, Geor­ge W. Bush, hélt því fram að varn­ar­kerfið væri nauðsyn­leg­ur þátt­ur í vörn­um gagn­vart Íran.

Moskva sagði að kerf­inu væri beint gegn Rússlandi og hef­ur fagnað þeirri ákvörðun að hætta við það.

Obama áætl­ar að í stað eld­flauga­varn­ar­kerf­is­ins komi annað kerfi sem not­ast við varn­ir á landi og sjó.


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert