Borg hefur efasemdir um G20 aðild Norðurlanda

Anders Borg.
Anders Borg. Reuters

Anders Borg, fjármálaráðherra Svíþjóðar, segir litlar líkur á að Norðurlöndin fái sameiginlegan fulltrúa á fundum svonefndra G20 ríkja. Jonas Gahr Støre, utanríkisráðherra Noregs, hefur lýst slíkum hugmyndum og rætt málið við norræna starfsbræður sína.

„Við höfum átt ágætar viðræður við Norðmenn, Dani og Finna en það verður að horfa raunhæfum augum á málið," sagði Borg við AP fréttastofuna. „Það er afar litill áhugi innan G20 ríkjanna að stækka hópinn og bæta við Evrópuríkjum."

19 stærstu hagkerfi heims og Evrópusambandið eiga aðild að G20 ríkjahópnum. Støre hefur sent norrænu utanríkisráðherrunum bréf þar sem hann lýsir hugmyndum sínum. Hann bendir á, að Noregur sé 23. stærsta hagkerfi heims og samanlagt hagkerfi Norðurlandanna sé 8. eða 9. stærsta hagkerfið. Danir, Finnar og Svíar eiga hins vegar þegar fulltrúa á fundum G20 ríkjanna vegna þess að löndin þrjú eru í Evrópusambandinu. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

  • Engin mynd til af bloggara Jakob Falur Kristinsson: G20
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert