Rekin fyrir að segja frá ofbeldi

Breskur skóli
Breskur skóli Luke Macgregor

Matráðskona í breskum skóla var á dögunum rekin fyrir að upplýsa foreldra sjö ára gamallar stúlku um að hún hefði verið bundin og lamin af skólabræðrum sínum.

Konan, Carol Hill kom að fjórum drengjum þar sem þeir höfðu bundið úlnliði telpunnar átta hnútum og lömdu fótleggi hennar  með sippubandi.

Hill útskýrði það sem hún hafði séð fyrir foreldrum stúlkunnar og bætti að sögn Daily Mail við nánari upplýsngum sem ekki höfðu fengist hjá skólanum. Hill segist einungis hafa sagt móður stúlkunnar að henni hafi þótt leitt að dóttir hennar skyldi lenda í þessu og þá hafi komið í ljós að móðurinni hafi ekki verið sögð öll sagan.

Hill var leyst frá störfum vegna brots á trúnaðarskyldu eftir að skólayfirvöld fréttu af  samskiptum hennar við móður stúlkunnar og rekin þegar mál hennar hafði verið rætt innan skólanefndar.  Hill sagðist vonsvikin yfir niðurstöðunni og  hefur nú áfrýjað niðurstöðunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka