Risatónleikar í Havana

Þetta barn skemmtir sér vel.
Þetta barn skemmtir sér vel. Reuters

Hundruð þúsunda manna eru nú sam­an kom­in á bylt­ing­ar­torg­inu í Hav­ana til að fylgj­ast með tón­leik­um fjöl­margra lista­manna. Eins og sjá má á mynd­un­um er stemn­ing­in ein­stök í Kúbusól­inni. Alls koma 15 lista­menn fram á tón­leik­un­um en þeir eru frá Spáni, Kúbu og Rómönsku-Am­er­íku.

Að sjálf­sögðu er ókeyp­is á tón­leik­ana en fram kem­ur á frétta­vef breska út­varps­ins, BBC, að kól­umb­íski söngv­ar­inn Jua­nes, sem skipu­lagði tón­leik­ana, „Friður án landa­mæra“, hafi fengið morðhót­an­ir frá and­stæðing­um Kúbu­stjórn­ar í Miami.

Bú­ist er við hálfri millj­ón manna á tón­leik­ana og hafa marg­ir lagt á sig langa leið til að bera dýrðina aug­um.

Tals­verður hiti er í Hav­ana og að sögn frétta­rit­ara BBC hef­ur þurft að bera nokkra frá torg­inu af völd­um of­hitn­un­ar.

„Við höf­um verið hérna síðan frá því þrjú í morg­un og beðið eft­ir öll­um, beðið eft­ir Jua­nes og Olgu Tanon," sagði Luisa Maria Cana­les, 18 ára gam­all verk­fræðinemi, í sam­tali við AP-frétta­stof­una.

Búist er við hálfri milljón manna á tónleikana.
Bú­ist er við hálfri millj­ón manna á tón­leik­ana. Reu­ters
Öll íslenska þjóðin kæmist fyrir á torginu.
Öll ís­lenska þjóðin kæm­ist fyr­ir á torg­inu. Reu­ters
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert