Blásið til sóknar í loftslagsmálum

Barack Obama Bandaríkjaforseti er hann ávarpaði allsherjarþing SÞ í dag.
Barack Obama Bandaríkjaforseti er hann ávarpaði allsherjarþing SÞ í dag. Reuters

Barack Obama Bandaríkjaforseti lýsti því yfir á fundi allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál í dag að í dag að Bandaríkin séu traustur samstarfsaðili í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Þá sagði hann Bandaríkjastjórn staðráðna í að taka á vandanum.

„Ferðalagið er erfitt og við höfum ekki mikinn tíma eftir til að ljúka því,” sagði hann. Við gerum okkur grein fyrir því hversu alvarleg loftslagsógnin  er og erum staðráðin í að grípa til aðgerða.”

Obama sagði stjórn sína hafa lagt meira fjármagn en nokkur önnur stjórn í Bandaríkjunum til þróunar endurvinnanlegra orkugjafa og að  ráðamenn nútímans verði dæmdir af því í framtíðinni hvernig þeir taki á þessum vanda.

Einnig sagði hann erfiðleika vegna heimskreppunnar ekki mega leiða til aðgerðaleysis í loftslagsmálum. „Við munum öll standa frammi fyrir erfiðleikum og efasemdum um færni okkar til að finna varanlega lausn á loftslagsvandanum,” sagði hann „En erfiðleikar eru engin afsökun fyrir aðgerðarleysi.”

Fyrir ræðu Obama hafði Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hvatt þjóðarleiðtoga til að leggja ágreiningsmál sín til hliðar og sameinast um að herða aðgerðum í loftslagsmálum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert